Stofna klasa nyrðra um millilandaflugið

Þröng á þingi á Akureyrarflugvelli.
Þröng á þingi á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Eiríkur

„Það er til mik­ils að vinna. Þetta myndi efla ferðaþjón­ustu hér og þá hafa fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hér séð sókn­ar­færi í þessu með fiskút­flutn­ing í huga,“ seg­ir Ásbjörn Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu ferðamála á Norður­landi.

Nyrðra er unnið að stofn­un klasa fyr­ir­tækja og fé­laga um reglu­legt flug milli Ak­ur­eyr­ar og Evr­ópu.

„Með flugi milli Ak­ur­eyr­ar, Kaup­manna­hafn­ar, London og jafn­vel Þýska­lands árið um kring yrði til ný inn­komu­leið í landið,“ seg­ir Ásbjörn sem bend­ir á að ef vel tæk­ist til myndi ferðamanna­tíma­bilið á Norður­landi lengj­ast og það myndi stuðla að betri dreif­ingu ferðamanna um landið eins og lögð er áhersla á í nýrri ferðamála­áætl­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert