Sveitarfélög spara

Fækk­un stöðugilda, breyt­ing á fræðslu­mál­um, að ráða ekki í stöður sem losna og minnk­un yf­ir­vinnu eru meðal hagræðing­araðgerða sem sveit­ar­fé­lög lands­ins grípa til vegna fjár­hagserfiðleika við fjár­hags­áætlan­ir fyr­ir 2011.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem lögð var fram á ársþingi sam­bands­ins fyr­ir helg­ina. Könn­un­in fór fram í fe­brú­ar og svöruðu 26 sveit­ar­fé­lög. Af þeim voru 14 með færri en 1500 íbúa, tíu með á milli 1500 og 5000 íbúa og tvö voru með yfir 5 þúsund íbúa.

Auk fyrr­greindra aðgerða var margt annað nefnt, svo sem al­mennt aðhald á rekstr­ar­vör­um, sam­drátt­ur í fram­kvæmd­um, lækk­un starfs­hlut­falls, hagræðing á mötu­neyti grunn­skóla og bann við for­falla­kennslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert