Tvískinnungsháttur Vinstri grænna

Bjarni Benediktsson á þingfundi.
Bjarni Benediktsson á þingfundi. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir af­stöðu Vinstri grænna til aðkomu NATO að hernaðaraðgerðum í Líb­íu ein­kenn­ast af tví­skinn­ungs­hætti. Mál­efni Líb­íu voru rædd á auka­fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar nú í kvöld.

Bjarni óskaði sjálf­ur eft­ir fund­in­um í kjöl­far umræðna á þingi í dag, en þar kom fram í máli Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns VG, að flokk­ur hans styddi það ekki að NATO tæki við stjórn aðgerða.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, er stadd­ur í London en tók þátt í fund­in­um sím­leiðis. Hann sagðist hafa litið svo á að hann hefði óskorað umboð til þess að lýsa yfir stuðningi við flutn­ing­inn til NATO.

Bjarni seg­ir and­stöðu Vinstri grænna óskilj­an­lega í ljósi þessa, og jafn­framt þess að álykt­un Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna hafi falið í sér að gripið yrði til árás­ar­hernaðar, þó ekki væri nema bara til þess að eyðileggja varn­ir Líb­íu­manna. Öðru­vísi hefði ekki verið hægt að koma flug­bann­inu á.

Össur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að all­ar aðgerðir gagn­vart Líb­íu byggi á álykt­un Örygg­is­ráðsins sem hafi verið rædd­ar og samþykkt­ar í rík­is­stjórn Íslands.

Bjarni seg­ir Vinstri græna verða að horf­ast í augu við ábyrgð sína sem stjórn­ar­flokks. Ekki sé hægt að fría sig ábyrgð af ákvörðunum sem rík­is­stjórn­in hafi þegar tekið.

Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un, þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert