Verið að grafa undan vægi SÞ

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra tek­ur und­ir með Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra og for­manni VG, að Vinstri græn­ir styðji ekki þá ákvörðun að NATO taki við stjórn aðgerða í Líb­íu. Verið sé að grafa und­an vægi Sam­einuðu þjóðanna með því að nýta „loðnar yf­ir­lýs­ing­ar“ Örygg­is­ráðsins til hernaðaraðgerða.

„Í fyrstu virðist hinn fjar­lægi veru­leiki vera óskap­lega ein­fald­ur en þegar bet­ur er að gáð er nú mynd­in flókn­ari en svo að það sé hægt að lækna öll mein með hernaðar­árás. Ég tel það vera mjög vafa­samt að hernaðarbanda­lagið NATO taki sér þetta vald," sagði Ögmund­ur við mbl.is.

Hann seg­ir sér ekki hafa verið kunn­ugt um að full­trúi Íslands inn­an NATO myndi samþykkja þá ákvörðun að banda­lagið tæki að sér stjórn­un aðgerða í Líb­íu.

„Ég hef ekki setið neinn fund þar sem þetta var rætt með þess­um hætti," seg­ir Ögmund­ur sem býst við að málið verði rætt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fyrra­málið.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is hef­ur verið boðuð til fund­ar kl. 20:30 í kvöld þar sem mál­efni Líb­íu verða rædd og aðkoma NATO í aðgerðum þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert