Vilja ekki lána Orkuveitunni

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Norræni fjárfestingarbankinn telur ekki koma til greina að veita Orkuveitu Reykjavíkur lán miðað við núverandi lánshæfismatseinkun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í minnisblaði forstjóra OR, sem Útvarpið vitnaði til.

Fram kom að í minnisblaðinu sé fjallað um viðræður stjórnenda fyrirtækisins við erlenda banka, þar á meðal lánardrottna, frá byrjun árs 2010. Þar segir að  helstu lánastofnanir hafi verið tregar til að lána OR og á árinu 2011 hafi komið í ljós að þær lánastofnanir sem hafa verið helstu bakhjarlar OR hafi algerlega tekið fyrir lánveitingar til OR á komandi misserum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka