13,3% áttu erlent foreldri

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

1. janúar 2011 áttu 42.230 einstaklingar (13,3% landsmanna) annað foreldri eða báða af erlendu bergi, að því er fram kemur í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Af þessum einstaklingum áttu 28.275 einstaklingar báða foreldra af erlendu bergi, en þeim hópi tilheyra innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda. Samtals voru innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda 8,9% landsmanna í ársbyrjun 2011.

 „1. janúar 2011 var íbúafjöldi á Íslandi 318.452. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 0,3% frá sama tíma ári áður eða um 822 einstaklinga. Á árinu fæddust 4.907 börn en 2.017 manns létust á árinu. Fæddir umfram dána voru því 2.890. Á árinu 2010 fluttu 7.759 einstaklingar til útlanda en 5.625 fluttu til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 2.134,“ segir á vef Hagstofunnar.

Karlmenn flytja frekar en konur

Í ljós kom að mikill munur var á kynjum í búferlaflutningum milli landa. Árið 2010 fluttust 1.428 karlar af landi brott umfram aðflutta, en 706 konur umfram aðfluttar. Árið 2010 fluttust 1.703 íslenskir ríkisborgarar til útlanda umfram aðflutta, en 431 erlendur ríkisborgari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert