Ætla að fjármagna OR til 2016

Frá stjórnarfundi Orkuveitunnar fyrr í dag.
Frá stjórnarfundi Orkuveitunnar fyrr í dag. mbl.is/RAX

Eig­end­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur ætla að fjár­magna fyr­ir­tækið til loka árs­ins 2016 án þess að lána­stofn­an­ir komi þar við sögu. Á fundi í stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur var samþykkt aðgerðaráætl­un fyr­ir fyr­ir­tækið í fimm liðum.

Aðgerðaráætl­un­in miðar að því að skjóta trygg­ari stoðum und­ir rekst­ur og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins til loka árs­ins 2016 við þær erfiðu aðstæður sem nú eru á lána­mörkuðum. Fjárþörf OR er áætluð 50 millj­arðar króna á ár­un­um 2011-2016 og það bil verður brúað með því að fresta ný­fjár­fest­ing­um og viðhalds­verk­efn­um í dreifi­kerfi, draga enn frek­ar úr rekstr­ar­kostnaði, selja eign­ir, hækka frá­veitu­gjald og gjald fyr­ir heitt vatn. Þá mun OR fá víkj­andi lán hjá eig­end­um sín­um þegar í stað og þannig verður komið í veg fyr­ir sjóðþurrð sem ella stefn­ir í hjá fyr­ir­tæk­inu fyr­ir mitt ár 2011.
 
Aðgerðaáætl­un­in hef­ur hlotið samþykki í byggðaráðum Reykja­vík­ur, Akra­ness og Borg­ar­byggðar með fyr­ir­vara um staðfest­ingu sveit­ar­stjórn­anna.
 
Stjórn og stjórn­end­ur OR kynntu marg­vís­leg­ar ráðstaf­an­ir í ág­úst 2010 til að tryggja starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þær leiddu til upp­sagna starfs­fólks og fólu í sér hækk­un gjald­skrár, rekstr­ar­hagræðingu og sölu eigna sem ekki til­heyra kjarn­a­starf­sem­inni.
 
Fyr­ir lá þá þegar að þess­ar ráðstaf­an­ir myndu ekki skila sér að fullu fyrr en liði á árið 2011 og að OR yrði jafn­framt að njóta áfram fyr­ir­greiðslu á er­lend­um láns­fjár­markaði. Nú hef­ur hins veg­ar komið á dag­inn að áætlan­ir um er­lenda láns­fjár­mögn­un ganga ekki eft­ir og fyr­ir­tæk­inu er um megn að fjár­magna sig af eig­in ramm­leik.
 
Stjórn og stjórn­end­ur Orku­veit­unn­ar kynntu eig­end­um, sveit­ar­fé­lög­un­um þrem­ur, þessa al­var­legu stöðu snemma árs 2011 og óskuðu sam­starfs við þá um fjár­mögn­un fyr­ir­tæk­is­ins. Aðgerðaáætl­un­in er afrakst­ur þess sam­starfs og miðar að því að tryggja rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins til fram­búðar og að OR geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar með sem minnst­um áhrif­um á þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.
 

Ráðstaf­an­ir í fimm meg­inþátt­um

Eig­end­ur OR ætla að fjár­magna fyr­ir­tækið til loka árs­ins 2016 án þess að lána­stofn­an­ir komi þar við sögu. Það eru sem sagt viðbrögð sveit­ar­fé­lag­anna við ástandi sem við blas­ir eft­ir að staðreynt var að fyr­ir­tækið fékk ekki nauðsyn­lega lána­fyr­ir­greiðslu. Sam­eig­in­leg niðurstaða eig­end­anna er að taka af all­an vafa um að Orku­veit­an geti staðið und­ir skyld­um sín­um gagn­vart fólki og fyr­ir­tækj­um á veitu­svæði sínu.
 
Hins veg­ar þarf mun meira til að koma en lán eig­end­anna til að tryggja rekst­ur Orku­veit­unn­ar til fram­búðar. Ráðstaf­an­ir í þeim efn­um voru boðaðar í ág­úst 2010, eins og fyrr er getið um, en nú hafa þær verið út­færðar enn frek­ar í fjór­um meg­inþátt­um og tíma­sett­ar. Víkj­andi lán frá eig­end­um OR er síðan fimmti meg­inþátt­ur aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar sem nú er kynnt.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka