Aukið eftirlit með matvælum frá Japan

Aukið eftirlit er með matvælum sem framleidd eru í Japan.
Aukið eftirlit er með matvælum sem framleidd eru í Japan. Reuters

Ný Evrópureglugerð tók gildi 28. mars um aukið eftirlit með matvælum frá Japan. Þar er gerð sú krafa á japönsk yfirvöld að mæla geislavirkni í matvælum frá vissum svæðum sem hafa orðið fyrir geislun.

Í frétt frá Matvælastofnun segir að við innflutningseftirlit  á japönskum matvælum skuli alltaf gerð skjalaskoðun og teknar stikkprufur til mælingar á geislavirkni.

Með sendingum  frá vissum svæðum í Japan skal fylgja staðlað eyðublað og rannsóknamælingar sem sýna að matvælin séu í lagi. Matvælin sem flutt eru til Evrópu  fara í gegnum eftirlit á  tilnefndum landamærastöðvum þar sem 10% af matvæla-sendingum eru teknar í mælingar m.t.t. geislavirkni.

Auk þess skal taka 20% sýni af sendingum sem koma frá öðrum svæðum í Japan en þau sem eru tilnefnd  í reglugerðinni.

Innflutningur á matvælum til Íslands frá Japan er af mjög skornum skammti.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert