Borgarfulltrúum verði fjölgað

Verði frumvarpið að lögum fjölgar borgarfulltrúum um a.m.k. átta.
Verði frumvarpið að lögum fjölgar borgarfulltrúum um a.m.k. átta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sveitarfélög, en það felur m.a. í sér að borgarfulltrúar í Reykjavík verði 23 að lágmarki en 31 að hámarki. Í dag eru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík.

Frumvarpið var unnið sameiginlega af verkefnisstjóra og starfsmönnum sveitarstjórnarráðuneytisins og fimm manna nefndar, sem skipuð var þremur fulltrúum ráðherra og tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Mikið samráð hefur verið haft við mótun frumvarpsins, en þau voru kynnt almenningi á vef innanríkisráðuneytisins í byrjun árs. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust m.a. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og endurskoðunarfyrirtækjunum, sveitarfélögum, auk annarra hagsmunasamtaka og einstaklinga. Drög að frumvarpinu voru til umræðu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. haust.


Fjölmargar breytingar verða gerðar á lögunum verði frumvarpið að lögum. Í frumvarpinu er að finna ákvæði um kynjakvóta í ákveðnar nefndir sveitarfélaga. Frumvarpið kveður á um skyldu sveitarstjórna til að halda borgarafund ef minnst 10% kosningabærra íbúa óska þess og skyldu til að framkvæma almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið málefni ef minnst 20% kosningabærra óska þess.

Ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélags, sem nú er 50 íbúar, verður fellt brott. Héraðsnefndir verða einnig lagðar niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert