Engin lán til OR í bráð

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar í Reykajvík.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar í Reykajvík. mbl.is/Árni Sæberg

Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur stóðu í þeirri trú fram eftir sumri 2010 að þeir hefðu vilyrði Norræna fjárfestingarbankans fyrir fjármögnun virkjanaframkvæmda.

Áætlunin sem unnið var eftir innan fyrirtækisins tók mið af þessu og var vinnan við lánveitingu NIB komin vel á veg, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, þar til afstaða NIB gjörbreyttist skyndilega. Í minnisblaði Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, frá 23. mars sl. kemur fram að samningaumleitanir OR við erlenda lánardrottna hafa engan árangur borið og þær „lánastofnanir sem hafa verið helstu bakhjarlar OR hafa algerlega tekið fyrir lánveitingar til OR á komandi misserum“.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að OR telji að ekki sé lengur í gildi orkusölusamningur við Norðurál. Aðeins með slíkum samningi geti fyrirtækið sýnt fram á öruggt tekjuflæði. Þá hefur OR pantað og greitt inn á fimm túrbínur, sem hver um sig kostar um tvo milljarða króna. Tvær eru komnar til landsins, en hinar safna bara vöxtum úti í heimi án þess að nokkuð liggi fyrir um að byggt verði yfir þær í náinni framtíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert