Fiskistofa fylgist með grásleppukörlum

Grásleppuvertíðin byrjaði rólega.
Grásleppuvertíðin byrjaði rólega.

Nokkuð hefur fengist af þorski og öðrum meðafla í grásleppunet undanfarið og fregnir verið um að hluti þessa afla skilaði sér ekki á land.

Til skoðunar var í sjávarútvegsráðuneytinu í síðustu viku að stöðva veiðar tímabundið, en hver bátur má róa í 50 daga frá því að tilkynnt er um upphaf veiða.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að eftir að staðan hafi verið  metin í ráðuneytinu í gær sé ekki talið tilefni til aðgerða. Jafnframt vísaði ráðuneytið til eftirlitsskyldu Fiskistofu væru grunsemdir um að pottur væri brotinn í þessum efnum.

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri sagði ljóst að mikil fiskgengd væri á grunnslóð og vissulega væru ríkar ástæður til að hafa almennt áhyggjur af brottkasti. Eftir greiningu Fiskistofu í gær virtist ástandið hins vegar svipað og verið hefði undanfarin ár en Fiskistofa myndi fylgjast grannt með þróun veiðanna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert