Hægt að ná saman um flest

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Reuters

„Ég tel að með kjara­samn­ing­ana sé hægt að ná niður­stöðu í flest­um ef ekki öll­um mál­um sem þeir hafa beint að okk­ur með ein­um eða öðrum hætti nema fisk­veiðistjórn­un­ar­mál­inu. Það er ekki þannig vaxið að það sé hægt að setj­ast yfir það með aðilum frá Lands­sam­bandi ís­lenskra út­vegs­manna eða SA og fara að semja um það mál,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, um yf­ir­lýs­ingu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins frá því í morg­un þess efn­is að þau treysti sér ekki til að ráðast til loka­at­lögu við að ljúka kjara­samn­ing­um í þess­ari viku eins og til stóð. 

„Við höf­um unnið mjög mikið á und­an­förn­um dög­um og vik­um að mál­um sem þeir hafa beint að okk­ur og þar eru mörg stór mál. Ég býst við að maður hafi sjald­an séð eins stór mál í kjara­samn­ing­um sem bein­ast að rík­is­stjórn“ sagði Jó­hanna að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Nefndi hún þar sér­stak­lega jöfn­un líf­eyr­iss­rétt­inda og framtíðar­stjórn fisk­veiða sem SA hefði gegn vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar sett fram sem kröfu til að ná kjara­samn­ing­um.

„Það mál er búið að vera í samn­inga­ferli í eitt til eitt og hálft ár. Þaðan fór það yfir til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Hann hef­ur í sam­ráði við þing­flokk­ana unnið að út­færslu á því og von­andi sjá­um við það inni á þingi sem fyrst.“

Sagðist for­sæt­is­ráðherra að það mál kæmi ör­ugg­lega ekki fyr­ir þingið í þess­ari viku en hún vonaðist til að það kæmi fljót­lega.

Á fimmtu­dag renn­ur út frest­ur til að leggja fram frum­vörp á þessu þingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert