Sala á mjólkurvörum í febrúarmánuði var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Fram kemur á vef Landssambands kúabænda að samdráttur á próteingrunni hafi verið 4,41% en 7,25% á fitugrunni.
Segir að ostur hafi verið eini
vöruflokkurinn sem hafi sýnt aukningu. Í öðrum flokkum hafi verið samdráttur.
Þá kemur fram að skýringin á mun minni fitusölu sé vafalítið sú að í ár hafi bolludagur í marsmánuði en hann hafi verið í febrúar í fyrra.
Þegar litið er til
síðustu 12 mánaða er samdráttur í sölu á próteingrunni 1,02%,
heildarsalan er 114,7 milljónir lítra, eða 1.300 þúsund lítrum undir
greiðslumarki yfirstandandi árs. Á fitugrunni er samdráttur í 12 mánaða
sölu 0,62%, heildarsalan er 110,5 milljónir lítra, að því er segir á vef Landssambands kúabænda.