Höfuðstöðvar hugsanlega seldar

Leitun er að borgarfyrirtæki sem á jafn glæsilegar og dýrar …
Leitun er að borgarfyrirtæki sem á jafn glæsilegar og dýrar höfuðstöðvar. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

 Meðal ráðstafana til að koma í veg fyrir sjóðþurrð Orkuveitu Reykjavíkur er sala eigna utan kjarnastarfsemi. Meðal annars á að kanna fýsileika þess að selja höfuðstöðvar Orkuveitunnar við Bæjarháls í Reykjavík. Einnig verður Perlan boðin til sölu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.

 Gert er ráð fyrir að sala eigna utan kjarnastarfsemi skili 10 milljörðum króna. Hótel Hengill hefur þegar verið boðinn til sölu. 

Perlan var raunar boðin til sölu á árinu 2001, skv. tillögu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og fyrrv. stjórnarformanns Orkuveitunnar.

 Í gögnum sem birt eru á vef Reykjavíkur kemur fram að ef höfuðstöðvarnar verða seldar verði samið um að húsið verði leigt til OR til langs tíma. 

Einnig á að kanna möguleikann á því að Gagnaveitan, sem skilgreind hefur verið sem hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, „verði grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings.“

Perlan er til sölu.
Perlan er til sölu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka