Ná tökum á sýrumengun

Frá sýnatöku í Eyjafirði við verksmiðju Becromal.
Frá sýnatöku í Eyjafirði við verksmiðju Becromal.

Svo virðist sem tekist hafi að mestu að ná tökum á sýrustigi affallsvatns frá verksmiðju Becromal við Eyjafjörð.

Frá því á föstudag hefur Umhverfisstofnun aðeins borist tilkynning um eitt tilvik þar sem sýrustig affallsvatns fór fram úr heimildum í starfsleyfi verksmiðjunnar og var það í gærmorgun. Þá sýndu niðurstöður mælinga Matís í affalli verksmiðjunnar og í sjónum í nágrenninu að sýrustig væri innan leyfilegra marka.

„Svo virðist sem þeir hafi náð tökum á þessu að mestu. Okkur hefur þó ekki enn borist formleg útlistun á því hvernig þeir ætli að bregðast við bréfi okkar,“ segir Kristján Geirsson, deildarstjóri Umhverfisstofnunar en stofnunin sendi Becromal bréf fyrir helgi þar sem krafist var endurbóta. Hefur fyrirtækið frest til 4. apríl til þess að gefa formlegt svar en þegar var hafist handa við úrbætur á mengunarvörnum þess á föstudag.

Enn unnið að endurbótum

Gauti Hallsson, framkvæmdarstjóri Becromal, staðfestir að affall frá verksmiðjunni sé innan marka starfsleyfisins fyrir utan einn topp í gærmorgun. „Það er búið að vinna í því undanfarið að lagfæra kerfin. Sumir af þeim mælum sem settir voru upp á föstudag voru þegar komnir upp en það var ekki búið að forrita þá til að stýra dælunum. Dælurnar voru komnar og átti bara eftir að tengja þær,“ segir hann.

Þá fari stýringin á pH-gildi affallsins nú fram í tveimur þrepum í stað eins áður. Ef annað kerfið bili ætti hitt að vega upp á móti því. „Við erum áfram að vinna endurbótum og stillingum á kerfinu til að tryggja að þetta haldist ávallt innan marka,“ segir Gauti.

Affall
» Samkvæmt starfsleyfi verksmiðju Becromal verður sýrustig affallsvatns að vera á bilinu pH 6,5 til 9,5.
» Mælingar Matís á affalli verksmiðjunnar sýndu að pH-stig þess var 8,45 og 8,60.
» Áður hafði pH-gildi mælst allt að 11,5 í affallinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert