Of langt gengið í hækkunum

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­ráði segja að meiri­hlut­inn gangi of langt í gjald­skrár­hækk­un­um Orku­veit­unn­ar. Miðað við upp­lýs­ing­ar sem liggi fyr­ir muni þær auka kostnað meðal­fjöl­skyldu í borg­inni um 18-30.000 á ári. Óvíst sé um áhrif á fyr­ir­tæki.

Sjálf­stæðis­menn telja að far­sælla hefði verið að fara hæg­ar í slík­ar hækk­an­ir eða hraða öðrum aðhaldsaðgerðum fyr­ir­tæk­is­ins. Fram kom í dag að gert er ráð fyr­ir að á sex ára tíma­bili skili 45% hækk­un frá­veitu­gjalds um  6,1 millj­arði króna og 8% hækk­un gjald­skrár fyr­ir heitt vatn skili 1,9 millj­arði króna.  Í til­kynn­ingu frá meiri­hlut­an­um kom fram að hækk­un­in feli í sér að út­gjöld fjöl­skyldu í íbúð af al­gengri stærð aukast um tæp­lega 1.500 kr. á mánuði. 

Í bók­un Sjálf­stæðismanna seg­ir að ástæða þess að ekki tókst að tryggja OR end­ur­fjármögn­un hafi ekki verið að fullu skýrð. Í sam­an­tekt for­stjóra OR komi fram að þau vil­yrði sem fyr­ir­tækið hafði fyrri hluta árs 2010 um fyr­ir­greiðslu lána­stofn­ana hafa ,,gjör­breyst til hins verra” síðari hluta sama árs svo vitnað sé beint til orða for­stjór­ans.

„Þessi staða er því miður hvorki í sam­ræmi fyrri vænt­ing­ar né áform nú­ver­andi stjórn­ar sem hef­ur nú í tæpt ár farið með verk­efnið og m.a. gripið til harka­legra aðgerða gagn­vart borg­ar­bú­um með þeim rök­um að það myndi tryggja end­ur­fjármögn­un. Þær yf­ir­lýs­ing­ar hafa ekki gengið eft­ir og því verða eig­end­ur nú að finna aðrar leiðir en lán­tök­ur til að fjár­magna fyr­ir­tækið næstu árin.
Þær aðgerðir sem meiri­hlut­inn hef­ur nú kynnt gera ráð fyr­ir það geti gengið eft­ir, sem seg­ir tals­vert um styrk fyr­ir­tæk­is­ins, sem for­svars­menn sama meiri­hluta hafa kosið að tala um með óá­byrg­um og óvönduðum hætti allt frá því þeim var falið að leiða það stóra verk­efni,“ seg­ir í bók­un­inni. 

Sjálf­stæðis­menn vekja einnig at­hygli á því að borg­ar­sjóður sé sterk­ur bak­hjarl en það ráðist einkum af því að strax eft­ir efna­hags­hrun hafi Reykja­vík­ur­borg byrjað að byggja upp sér­stak­an sjóð sem hefði yfir að ráða 10-12 millj­örðum til að verja fyr­ir­tækið. „Sú fyr­ir­hyggja sem borg­ar­stjórn sýndi með þeirri aðgerð nýt­ist nú og mun miðað við út­reikn­inga fjár­mála­stjóra ekki ógna lausa­fjár­stöðu borg­ar­inn­ar né þeirri ávöxt­un sem borg­in á að njóta af slíkri fjár­hags­stöðu,“ seg­ir í bók­un sjálf­stæðismanna.


Hægt er að lesa bók­un­ina í heild og fleiri skjöl um OR hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka