„Við höfum í ríkisstjórn rætt þær aðgerðir sem samþykktar voru í öryggisráðinu. Nú er það Nato sem hefur yfirumsjón með þessum aðgerðum. Í eðli sínu hafa þær ekkert breyst. Ég geri engar athugasemdir við hvernig utanríkisráðherra hefur haldið á því máli en Vinstri grænir hafa gert athugasemdir við það. Það er þeirra mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar var stuðningur Íslands á vettvangi Nato við að bandalagið tæki yfir stjórn aðgerða í Líbíu meðal annars ræddur.
Sagðist hún telja utanríkisráðherra tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í málinu jafnvel þó VG hafi gert athugasemdir við málið eftir að það fluttist yfir á vettvang Nato. Það væri réttur þeirra í ríkisstjórn að andmæla.