Ríkið hefur lagt bönkunum til 248 milljarða

Ríkissjóður hefur þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna …
Ríkissjóður hefur þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna taps fjármálastofnana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rík­is­sjóður hef­ur gert samn­inga um að leggja fjár­mála­fyr­ir­tækj­um á Íslandi til sam­tals rúm­lega 248 millj­arða vegna fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar og í víkj­andi lán. Þetta kem­ur fram í svari fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn frá Guðlaugi Þór Þórðar­syni alþing­is­manni.

Lang­mest hef­ur farið til Lands­bank­ans eða 122 millj­arðar í stofn­fram­lag. Tæp­lega 10 millj­arðar fóru til Ari­on banka og 6,3 til Íslands­banka. Spari­sjóðirn­ir hafa þegar fengið 3,5 millj­arða og Byggðastofn­un 3,6 millj­arða. Þá hef­ur rík­is­sjóður veitt  sam­tals 54 millj­arða í víkj­andi lán til Ari­on banka og Íslands­banka.

Í svar­inu kem­ur fram að rík­is­sjóður hafi gert samn­ing um að taka á sig 11,2 millj­arða vegna SpKef á þessu ári og gert sam­komu­lag um að veita Byr allt að 5 millj­arða víkj­andi lán.

Þá vinn­ur nefnd að end­ur­skipu­lagn­ingu á hlut­verki Byggðastofn­un­ar sem lána­stofn­un­ar.

Svar fjár­málaráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert