Skattar hækkuðu lánin um 18,3 milljarða

Hækkun skatta hefur áhrif á vísitölu neysluverðs.
Hækkun skatta hefur áhrif á vísitölu neysluverðs. mbl.is/Ómar

Verðtryggð lán ís­lenskra heim­ila hækkuðu um 18,3 millj­arða vegna áhrifa skatta­hækk­ana á lán­in. Þetta kem­ur fram í svari efna­hags- og viðskiptaráðherra við fyr­ir­spurn frá Mar­gréti Tryggva­dótt­ur alþing­is­manni.

Mar­grét spurði hversu mikið verðtryggð lán ís­lenskra heim­ila hafi hækkað á tíma­bil­inu frá 1. fe­brú­ar 2009 til 1. fe­brú­ar 2011 vegna skatta­hækk­ana og annarra auk­inna álaga af hálfu rík­is­ins sem hafa áhrif á vísi­tölu neyslu­verðs neyslu­verðs.

„Áhrif skatta­hækk­ana á vísi­tölu neyslu­verðs eru um 1,50% frá 1. fe­brú­ar 2009 til 1. fe­brú­ar 2011 sam­kvæmt mæl­ing­um Hag­stofu Íslands. Það þýðir að verðtryggð lán ís­lenskra heim­ila hækkuðu sem því nem­ur að nafn­v­irði. Í fe­brú­ar sl. voru verðtryggð lán heim­il­anna um 1.220 millj­arðar kr. og því nem­ur hækk­un­in að nafn­v­irði um 18,3 millj­örðum kr. á tíma­bil­inu. Al­menn vöru­gjöld eru ekki með tal­in þar sem Hag­stof­an grein­ir áhrif þeirra ekki með bein­um hætti í vísi­töl­unni,“ seg­ir í svar­inu.

Verðtryggð lán fyr­ir­tækja námu um 205 millj­örðum þann 1. janú­ar og því leiddu skatta­hækk­an­ir til þess að þau hækkuðu um 3 millj­arða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert