Sögðu upp samningi við IE

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Airport Associates hafa sagt upp þjónustusamningi sínum við Iceland Express um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Framkvæmdastjóri félagsins segir að samningar hafi ekki náðst og þetta því orðið niðurstaðan. Uppsögnin tekur gildi um mánaðamót maí og júní.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigþór að þessi breyting myndi þýða að ekki yrðu ráðnir sumarstarfsmenn til fyrirtækisins eins og til stóð. Airport Associates sé með samninga við nokkur af þeim flugfélögum sem ætla að fljúga til Íslands í sumar, t.a.m. Delta Airlines, Air Berlin og Germanwings.

Vefur Víkurfrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert