Starfsmönnum fækkað um 90

Starfsmönnum Orkuveitunnar verður fækkað um 90 á næstu árum, að mestu vegna þess að ekki er ráðið í störf sem losna en ekki er útilokað að grípa þurfi til uppsagna, segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunna. Ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi kassinn hjá fyrirtækinu tæmast.

Borgarráð samþykkti í dag tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um að Reykjavíkurborg láni Orkuveitu Reykjavík allt að 11,3 milljarða. Miðað er við að 7,4 milljarðar verði lánaðir 1. apríl nk. og 3,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2013.

Lánið er veitt með því skilyrði að stjórn Orkuveitunnar undirbúi sölu allra eigna fyrirtækisins utan kjarnastarfsemi í samræmi við markaða stefnu. Tekið er fram í tillögunni að kannað verði kostir þess að eigendur kaupi hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi og endurleigi fyrirtækinu til langs tíma. Þá verði kannaður möguleiki þess að Gagnaveitan, sem skilgreind hefur verið sem hluti kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, verði grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert