Dagdeild geðsviðs í Hátúni lokað

Dagdeild 28 er starfrækt í húsi Öryrkjabandalagsins við Hátún.
Dagdeild 28 er starfrækt í húsi Öryrkjabandalagsins við Hátún. mbl.is/Kristinn

Dagdeild 28 í Hátúni verður endanlega lokað 1. júlí næstkomandi. Deildin þjónar fyrst og fremst fólki með ýmsa geðsjúkdóma til sjálfstæðrar búsetu í Hátúni. Sjúklingum og starfsfólki var tilkynnt lokunin í gær.

„Ekki er verið að hugsa um hag sjúklinga og enn síður um hag skattgreiðenda því það þarf að þjóna fólkinu annars staðar. Ef það fær ekki þjálfun getur það ekki búið sjálfstætt,“ segir Jósteinn Kristjánsson, sjúkraliði á dagdeild 28 í Hátúni. Hann segir þetta mikla afturför og fólk sé óánægt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jósteinn, að kannanir sem gerðar hafi verið í Hátúni sýni að sjúklingum sem þar eru líði betur en þeim sem búi á sambærilegum stöðum annars staðar og jafnvel betur en í hliðstæðum úrræðum annars staðar á Norðurlöndum. „Þá er talið rétt að leggja þetta niður,“ segir Jósteinn.

Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir að deildinni sé ekki lokað í sparnaðarskyni. Við mótun stefnu fyrir spítalann hafi verið talið að hann ætti að einbeita sér að sérhæfðum hlutum sem aðrir geta ekki sinnt. Annað ætti að færa smám saman til félagsþjónustunnar og frjálsra félagasamtaka.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert