Á aðalfundi SFR í gær var samþykkt ályktun þar sem kröfur Samtaka atvinnulífsins um að gengið verði frá fyrirkomulagi um stjórn fiskveiða áður en kjarasamningar verði gerðir við launafólk, er sögð fráleitar.
Þá var eftirgjöf stjórnvalda gagnvart atvinnurekendum einnig harðlega mótmælt.
„Stjórn sem kennir sig við jöfnuð og félagslegt réttlæti á ekki að bíða eftir forskrift og leyfi frá atvinnurekendum á almennum markaði, heldur sýna frumkvæði í samningum við eigin viðsemjendur," segir í ályktuninni.