Funda með stjórnvöldum

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins koma til fundar.
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins koma til fundar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins settust inn á fund með ráðherrum í ríkisstjórninni kl. 9 í morgun. Reiknað er með að á fundinum skýrist hvert framhald kjaraviðræðna verði.

Kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði eru nú í biðstöðu. Samtök atvinnulífsins greindu ríkisstjórninni frá því í fyrrakvöld að ekki yrði hafin lokaatlaga að því að ljúka kjarasamningum í vikunni eins og til stóð þar sem svo mörg stór mál standi út af í viðræðum við ríkisstjórnina að slíkt væri ekki mögulegt.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furðuðu sig í gær á þessum yfirlýsingum og sögðu að hægt væri að ná samkomulagi um öll mál nema stefnuna í sjávarútvegsmálum.


Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ganga …
Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ganga inn í stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert