Hengdi sig næstum í leiktæki

Egilsstaðir.
Egilsstaðir. Steinunn Ásmundsdóttir

Litlu munaði að ungur drengur hengdi sig í ól á sundpoka við Egilsstaðaskóla í gær. Drengurinn klifraði upp í leiktæki á skólalóðinni með ól pokans um hálsinn. Þegar hann datt úr tækinu festist pokinn í leiktækinu og ólin hertist um háls hans þannig að hann hékk fastur í henni. Börn í grenndinni urðu vitni að þessu og einnig stuðningsfulltrúi sem bjargaði drengnum.

Frá þessu sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

Drengurinn missti ekki meðvitund en var aumur í hálsinum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Bréf hefur verið sent foreldrum vegna málsins og þeir beðnir um að hafa ólar á sundpokum ekki svo langar börnin freistist til að setja ólarnar um hálsinn. Þá hefur verið brýnt fyrir börnum að leika sér ekki með snúrur eða ólar í leiktækjunum.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert