Ljóst er að Herjólfur mun ekki sigla til og frá Landeyjahöfn fyrir helgina, að því er kemur fram á síðu Herjólfs á Facebook.
„Við tókum þá ákvörðun síðdegis í gær
stoppa bókanir á föstudaginn þar sem nánast engar líkur eru á að hægt
verði að sigla til Landayjahafnar á föstudeginum. Við Gerum það í þeim
tilgangangi að fólk fái ekki falskar vísbendingar,“ sagði hefur vefurinn Eyjafréttir.is eftir Guðmundi
Pedersen, hjá Eimskip í dag.
Þar kemur fram, að ölduhæð
við Landeyjahöfn fór yfir tvo metra klukkan fimm í morgun og er nú 2,1
metri samkvæmt öldudufli við höfnina. Dýpkunarksipið Skandia getur ekki athafnað sig
við Landeyjahöfn í meira en tveggja metra ölduhæð.