Eru að leggja lokahönd á tillögurnar

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á tillögur sem ætlað er að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Verið sé að vinna að útreikningum um áhrif tillagnanna.

Nýr fundur verður haldinn í stjórnarráðinu kl. 13 á morgun þar sem tillögurnar verða kynntar fyrir forystumönnum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

Jóhanna sagði að fundurinn með aðilum vinnumarkaðarins í dag hefði verið góður. Á fundinum hefði m.a. verið ræddar leiðir til að örva fjárfestingar í atvinnulífinu. 

„Auðvitað er það svo að það mæðir fyrstu fremst á átvinnufyrirtækjunum sjálfum að keyra upp atvinnulífið, en það er líka ýmislegt sem snýr að opinberum framkvæmdum og hvernig við sjáum fyrir okkur að umhverfið fyrir atvinnulífið og hvernig við viljum byggja það upp áfram,“ sagði Jóhanna og bætti við að það hefði ekki staðið á ríkisvaldinu að greiða fyrir gerð kjarasamninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert