Svonefnd regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 348 þúsund krónur að meðaltali árið 2010. Regluleg laun karla voru 374 þúsund krónur að meðaltali en
regluleg laun kvenna 309 þúsund krónur að því er kemur fram í nýju riti Hagstofunnar.
Regluleg laun eru laun fyrir umsaminn vinnutíma á mánuði, hvort sem um er að
ræða dagvinnu eða vaktavinnu.
Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 175–225 þúsund krónur og var rúmlega fimmtungur launamanna með laun á því bili, að sögn Hagstofunnar. Þá var helmingur launamanna var með 294 þúsund krónur eða lægri laun á mánuði.
Heildarlaun þeirra launamanna sem teljast fullvinnandi voru að meðaltali 438 þúsund krónur á mánuði. Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 325–375 þúsund krónur og voru 15% fullvinnandi launamanna með heildarlaun á því bili.
Helmingur launamanna var með heildarlaun undir 391 þúsund krónur árið 2010 en það var miðgildi heildarlauna. Regluleg heildarlaun voru að meðaltali 409 þúsund krónur og miðgildi þeirra var 363 þúsund krónur. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 381 þúsund krónur að meðaltali og miðgildið var 321 þúsund krónur. Greiddar stundir voru að meðaltali 43,2 á viku.