Stefán kjörinn formaður VR

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Einar Stefánsson hefur verið kjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Hann hlaut 977 atkvæði eða 20,6%.

Atkvæði greiddu 4.867. Á kjörskrá voru alls 28.419. Kosningaþátttaka var því  17,13%.

Atkvæðatölur voru eftirfarandi:

Stefán Einar Stefánsson, 977 atkvæði, 20,6%
Helga Guðrún Jónasdóttir, 860 atkvæði, 18,2%
Páll Örn Líndal, 733 atkvæði, 15,5%
Rannveig Sigurðardóttir, 669 atkvæði, 14,1%
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 602 atkvæði, 12,7%
Kristinn Örn Jóhannesson, 470 atkvæði, 9,9%
Lúðvík Lúðvíksson, 421 atkvæði, 8,9%.

Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Eyrún Ingadóttir, Benedikt Vilhjálmsson,  Pálmey Helga Gísladóttir,  Birgir Már Guðmundsson og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir voru kjörin í stjórn til tveggja ára.

Óskar Kristjánsson, Benóný Valur Jakobsson og Bjarni Þór Sigurðsson og voru kjörnir vara menn í stjórn VR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert