Stefndi í sjóðþurrð

Fulltrúar eigenda OR kynna aðgerðaáætlunina, f.v. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri …
Fulltrúar eigenda OR kynna aðgerðaáætlunina, f.v. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. mbl.is/Golli

„Ef ekk­ert hefði verið að gert hefði stefnt í sjóðþurrð hjá Orku­veit­unni strax á vor­dög­um og ekki hægt að greiða laun,“ sagði Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, er hann kynnti fjöl­miðlun aðgerðaáætl­un sem miðar að því bjarga fjár­hag fyr­ir­tæk­is­ins næstu fimm árin.

Er­lend­ir lán­ar­drottn­ar höfðu lokað á end­ur­fjármögn­un Orku­veit­unn­ar og hef­ur björg­un fyr­ir­tæk­is­ins staðið yfir síðustu vik­ur og mánuði. Í lok janú­ar sl. var svört skýrsla HF Verðbréfa lögð fyr­ir stjórn OR sem sýndi mun al­var­legri stöðu en áður var talið. Var lausa­fjárstaðan tal­in nálg­ast hættu­mörk í apríl, 2,5 millj­arða vantaði í júní og OR þyrfti á end­an­um 11 millj­arða á ár­inu til að ná end­um sam­an.

Í kjöl­far þess­ar­ar skýrslu var ákveðið að ráðast í gerð aðgerðaáætl­un­ar með eig­end­um OR, sem var svo kynnt í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert