Tilmæli um að nota ekki gúmmíkurl

Læknafélag Íslands hefur skorað á stjórnvöld að banna notkun á …
Læknafélag Íslands hefur skorað á stjórnvöld að banna notkun á gúmmíi í gervigrasi.

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að fara þess á leit við Umhverfisstofnun að gefin verði út almenn tilmæli, að fyrirmynd Svía, um að við viðhald gervigrasvalla sem eru með gúmmíkurli úr notuðum dekkjum verði ávallt leitast við að nota hættuminni efni.

Fram kemur í svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðeifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, að ákveðið hafi verið að senda stofnuninni þessi tilmæli í framhaldi af fyrirspurn Sivjar.

Í svarinu segir, að telja megi líklegt að slík tilmæli muni fækka þeim gervigrasvöllum hérlendis þar sem notað er gúmmíkurl úr notuðum dekkjum.

Á aðalfundu Læknafélags Íslands á síðasta ári var skorað á stjórnvöld að banna notkun á gúmmíkurli sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.

Svar umhverfisráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert