Um 64 jarðskjálftar á dag

Við Kleifarvatn og Krýsuvík eru jarðskjálftar tíðir.
Við Kleifarvatn og Krýsuvík eru jarðskjálftar tíðir. Rax / Ragnar Axelsson

Hátt í 1800 skjálft­ar urðu und­ir og við landið í fe­brú­ar eða um 64 á dag, að meðaltali. Í nýrri sam­an­tekt Veður­stof­unn­ar kem­ur fram að mest var virkn­in við Krýsu­vík en þar var skjálfta­hrina í lok mánaðar­ins. Þar urðu alls um 800 skjálft­ar.

Skjálfta­hrin­an við Krýsu­vík hófst aðfaranótt 20. fe­brú­ar. Að kvöldi fimmtu­dags­ins 24. fe­brú­ar hófst þar á ný skjálfta­hrina og stóð hún út mánuðinn. „Snemma á sunnu­dags­morgni (upp úr klukk­an 5) þann 27. fe­brú­ar fóru skjálft­arn­ir stækk­andi og mæld­ust nokkr­ir um og yfir þrem­ur stig­um. Klukk­an 09:06 um morg­un­inn varð síðan skjálfti sem mæld­ist fjög­ur stig, vest­an við vatnið.

Seinni part sunnu­dags­ins virt­ist held­ur vera að draga úr virkn­inni en klukk­an 17:27 varð skjálfti sem var held­ur stærri en sá fyrri, eða 4,2 stig og var hann staðsett­ur nokkru sunn­ar en sá fyrri. Báðir þess­ir skjálft­ar fund­ust víða um sunn­an og suðvest­an­vert landið. Held­ur fór að draga úr virkn­inni á sunnu­dags­kvöldið. Búið er að staðsetja tæp­lega 800 skjálfta við Kleif­ar­vatn í fe­brú­ar en nokkuð er óunnið frá sunnu­deg­in­um 27. fe­brú­ar. Skjálft­arn­ir urðu flest­ir á 3 til 5 kíló­metra dýpi,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Rúm­lega 260 skjálft­ar á Hengils­svæðinu

Fjór­tán skjálft­ar mæld­ust á Reykja­nes­hrygg, sá stærsti 2,6 stig.

Við Hús­múla á Hengils­svæðinu mæld­ust rúm­lega 260 skjálft­ar, flest­ir í tveim­ur skjálfta­hrin­um sem hóf­ust ann­ars veg­ar 11. fe­brú­ar en hins veg­ar 21. fe­brú­ar.

Tæp­lega 60 skjálft­ar mæld­ust í Mýr­dals­jökli, flest­ir í vest­ur­jökl­in­um, 13 smá­skjálft­ar mæld­ust við topp­gíg og suður­hluta Eyja­fjalla­jök­uls og nokkr­ir á Torfa­jök­uls­svæðinu. Um 90 skjálft­ar mæld­ust við Lang­jök­ul og tveir skjálft­ar mæld­ust við Hofs­jök­ul.

Um 130 jarðskjálft­ar mæld­ust und­ir Vatna­jökli í fe­brú­ar. Norðan Vatna­jök­uls voru ríf­lega 70 jarðskjálft­ar. Á Norður­landi og norður af land­inu voru staðsett­ir yfir 180 skjálft­ar, sem er svipaður fjöldi og í janú­ar­mánuði.

 Upp­fært 22:40

Þessi mikli fjöldi er ekk­ert eins­dæmi. Þótt skjálft­arn­ir í fe­brú­ar hafi verið um  800 fleiri en í janú­ar þá voru þeir álíka marg­ir og í des­em­ber 2010.  Í maí í fyrra voru þeir um 1900.

Hægt er að lesa sam­an­tekt­ina í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert