Veikt umboð stjórnlagaráðs

Salvör Nordal.
Salvör Nordal.

Sal­vör Nor­dal, sem fékk næst­flest at­kvæði í kosn­ingu til stjórn­lagaþings, hef­ur ákveðið að taka sæti í stjórn­lagaráði en í béfi til Alþing­is gagn­rýn­ir hún af­greiðslu og mála­til­búnað um skip­un ráðsins. Ein og þings­álykt­un um ráðið sé úr garði gerð sé umboð þeirra sem setj­ast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt.

„Af öllu ferli máls­ins er ljóst að stjórn­völd hafa ekki dregið rétta lær­dóma af rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is sem lagði áherslu á mik­il­vægi vandaðs und­ir­bún­ings og vinnu­bragða í hverju máli og set­ur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu," seg­ir Sal­vör meðal ann­ars í bréf­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert