Veikt umboð stjórnlagaráðs

Salvör Nordal.
Salvör Nordal.

Salvör Nordal, sem fékk næstflest atkvæði í kosningu til stjórnlagaþings, hefur ákveðið að taka sæti í stjórnlagaráði en í béfi til Alþingis gagnrýnir hún afgreiðslu og málatilbúnað um skipun ráðsins. Ein og þingsályktun um ráðið sé úr garði gerð sé umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt.

„Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu," segir Salvör meðal annars í bréfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert