Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga að eignast eða koma að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi Landssambands lífeyrissjóða í dag.
„Á fundinum kom fram áhugi að kanna hugsanlega aðkomu lífeyrissjóða að eignarhaldi og/eða fjármögnun í fyrirhugaðri Hverahlíðarvirkjun, en Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið að undirbúningi Hverahlíðarvirkjunar í nokkur ár samhliða virkjunarframkvæmdum sínum á Hellisheiði.“
Lífeyrissjóðirnir ætla að kanna áhuga stjórnenda Orkuveitunnar og Norðuráls á málinu, en fyrirhugað hefur verið að orka frá Hverahlíðarvirkjun verði seld til álvers Norðuráls í Helguvík.
Orkuveitan hefur þegar varið um milljörðum króna til undirbúnings Hverahlíðarvirkjunar. Fyrirtækið hefur fest kaup á rafölum frá Japan sem bíða afhendingar.