Vilja ríkisborgararétt

Hóp­ur fólks frá Banda­ríkj­un­um og Kan­ada hef­ur óskað eft­ir því við Alþingi að fá rík­is­borg­ara­rétt hér á landi svo það geti fjár­fest í verk­efn­um tengd­um end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. Þetta kom fram í Sjón­varp­inu í kvöld. 

Fram kom í Kast­ljósi sjón­varps­ins, að sam­an­lögð fjár­fest­ing­ar­geta fólks­ins sé 1700 millj­arðar króna. Um sé að ræða 10 ein­stak­linga og börn þeirra.

Lög­manns­stof­an Nordik fer með mál hóps­ins. Haft var eft­ir Sturlu Sig­hvats­syni, fram­kvæmda­stjóra Nort­hern Lig­hts Energy, að reynt væri að fá alþjóðlega aðila til að fjár­festa á Íslandi.  

Ró­bert Mars­hall, formaður alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is, sagði að ekki hefði farið fram umræða um það hvort rík­is­borg­ara­rétt­ur yrði notaður til að laða fjár­festa að land­inu. Mik­il­vægt væri að póli­tísk samstaða yrði um slíkt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert