Vilja ríkisborgararétt

Hópur fólks frá Bandaríkjunum og Kanada hefur óskað eftir því við Alþingi að fá ríkisborgararétt hér á landi svo það geti fjárfest í verkefnum tengdum endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta kom fram í Sjónvarpinu í kvöld. 

Fram kom í Kastljósi sjónvarpsins, að samanlögð fjárfestingargeta fólksins sé 1700 milljarðar króna. Um sé að ræða 10 einstaklinga og börn þeirra.

Lögmannsstofan Nordik fer með mál hópsins. Haft var eftir Sturlu Sighvatssyni, framkvæmdastjóra Northern Lights Energy, að reynt væri að fá alþjóðlega aðila til að fjárfesta á Íslandi.  

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagði að ekki hefði farið fram umræða um það hvort ríkisborgararéttur yrði notaður til að laða fjárfesta að landinu. Mikilvægt væri að pólitísk samstaða yrði um slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert