Ábyrgðarleysi að tala um gjaldþrot

Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi borgarstjórnar. Myndin …
Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi borgarstjórnar í dag, að það væri ósatt að halda því fram að Orkuveita Reykjavíkur hefði rambað á barmi gjaldþrots.

Sagði Hanna Birna, að fyrirtækið hefði vissulega verið komið í vandræði með að borga af lánum en tekjustreymi fyrirtækisins væri með þeim hætti, að það væri ábyrgðarleysi að tala um að aðgerðirnar, sem nú hafa verið ákveðnar, hefðu verið björgun frá gjaldþroti. 

„Fyrirtæki sem getur lagt fram fimm ára áætlun án þess að gera ráð fyrir lántökum er ekki gjaldþrota," sagði Hanna Birna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert