„ASÍ þarf að fara að sýna klærnar“

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„ASÍ þarf að fara að sýna klærn­ar,“ seg­ir Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar á Húsa­vík, en hann seg­ir að mik­ill óþol­in­mæði gæti hjá launa­fólki með gang­inn í kjaraviðræðum.

Aðal­fund­ur Fram­sýn­ar verður hald­inn í kvöld og verður staðan í kjaraviðræðunum rædd á fund­in­um. Aðal­steinn seg­ir að nú verði eitt­hvað að fara að ger­ast. Kjara­samn­ing­ar hafi runnið út um ára­mót og fólk geti ekki beðið leng­ur eft­ir launa­hækk­un­um. Fólk sé orðið mjög óþol­in­mótt og sætti sig ekki við þenn­an hæga­gang í kjaraviðræðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert