Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Bjarka Diego, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi hafi ekki borið að greiða tekjuskatt vegna söluréttarsamninga sem hann gerði við bankann.
Var íslenska ríkið jafnframt dæmt til að endurgreiða Bjarka nærri 45 milljónir króna, sem hann hafði greitt í kjölfar úrskurðar ríkisskattstjóra.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu, að Bjarka hafi borið að greiða tekjuskatt vegna söluréttarsamninga sem hann gerði við bankann og taldi að hækka ætti skattstofn Bjarka um 300 milljónir króna fyrir gjaldaárin 2005 og 2006.