Fréttabréf ASÍ helgað Icesave

Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave.
Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave.

Fréttabréf ASÍ sem kemur út í dag er helgað Icesave-málinu, en samtökin telja að niðurstaða þessa máls eigi eftir að hafa mikil áhrif á hag launafólks um ókomin ár.

„Icesave-málið er flókið og því mikilvægt að skýra meginatriði þess á einfaldan og hlutlægan hátt. Fréttabréf marsmánaðar er alfarið helgað þessu stóra máli sem þjóðin mun greiða atkvæði um þann 9. apríl. Hér á eftir er meginefni samningsins reifað og varpað fram nokkrum lykilspurningum sem reynt er að svara í einföldu máli í því skyni að auðvelda kjósendum að kynna sér málið og taka afstöðu til þess. Enginn vafi er á því að niðurstaða þessa erfiða máls mun hafa mikil áhrif á hag launafólks um ókomin ár, svo mikil að fullyrða má að hér sé um að ræða einhverjar mikilvægustu kosningar um framtíð okkar sem fram hafa farið á síðari tímum. Það er því afar mikilvægt að við tökum þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. apríl og öxlum þannig ábyrgð á framtíð okkar, hvort sem við samþykkjum samninginn eða höfnum honum,“ segir í fréttabréfinu.

Vefur ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert