Gæti að virðingu sinni og þingsins

Guðlaugur Þór Þórðarson og fleiri þingmenn á Alþingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson og fleiri þingmenn á Alþingi.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sem sat í forsetastól Alþingis í dag, hvatti Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að gæta að virðingu sinni og Alþingis við orðaval í ræðustól Alþingis.

Guðlaugur Þór tók þátt í umræðu utan dagskrár um endurreisn íslenska bankakerfisins og sagði m.a. að, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefði ekki hundskast til að fara til Brussel og reyna að gæta hagsmuna Íslendinga varðandi nýjar reglur um innistæðutryggingar.

Eftir umræðuna bað Guðlaugur um orðið um fundarstjórn forseta og sagði að forseti þingsins væri hafinn yfir pólitísk störf og sæi til þess að samræmi væri í þingstörfum. Sagðist Guðlaugur Þór geta fullyrt, að ræða hans hefði verið í samræmi við það sem gengi og gerist dags daglega í þingsalnum og ekkert hefði verið sagt sem hefði átt að fá forsetann til að bregðast við með þessum hætti.

Væri forseti maður að meiri ef hann leiðrétti þetta og bæðist afsökunar.

Álfheiður svaraði þessu ekki og kynnti þess í stað næst dagskrárlið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert