Gera raunveruleikaþátt um róðrarkappa

Riann Manser og Dan Skinstad á siglingu.
Riann Manser og Dan Skinstad á siglingu.

Tökulið frá Cooked in Africa films fylgir nú ævintýramönnunum Riann Manser og Dan Skinstad, sem réru nýverið frá Húsavík á tvöföldum kajak. Markmið þeirra er að sigla í kringum Ísland.

Cooked in Africa hyggst framleiða raunveruleikaþátt í 13 hlutum um ævintýri þeirra, sem nefnist Around Iceland on Inspiration.

Gert er ráð fyrir að ferðin taki um fjóra mánuði en þetta er í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til hringróðurs um Ísland á þessum árstíma. Heildarvegalengdin er um 4.800 km.

Manser varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum Afríku en það ferðalag tók hann tvö ár. Manser varð einnig fyrstur til að róa einsamall á kajak í kringum Madagaskar, fjórðu stærstu eyju heims, og tók róðurinn um ellefu mánuði.

Félagi Mansers, Dan Skinstad, er með milda hreyfilömum og skerta hreyfigetu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert