Íris tekur sæti

Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur.

Íris Lind Sæ­munds­dótt­ir hef­ur samþykkt að taka sæti í stjórn­lagaráði, sem kem­ur sam­an í fyrsta skipti í næstu viku.

Fyrr í vik­unni höfðu 24 af þeim 25 sem lands­kjör­stjórn út­hlutaði sæti í kosn­ingu til stjórn­lagaþings 27. nóv­em­ber sl. þekkst boð Alþing­is um að taka sæti í stjórn­lagaráði. 

Íris varð í 26. sæti í kosn­ing­um til stjórn­lagaþings og náði því ekki kjöri en þar sem Inga Lind Karls­dótt­ir þáði ekki sæti í stjórn­lagaráði var leitað til Íris­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert