Láta reyna á breytingar

Samningamenn ASÍ og SA settust niður til viðræðna kl. 20 …
Samningamenn ASÍ og SA settust niður til viðræðna kl. 20 í kvöld. mbl.is/Kristinn

Samninganefndir Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins telja að breyta þurfi ýmsum atriðum sem fram koma í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Ráðherrar kynntu efni yfirlýsingarinanr á fundum með fulltrúum samtaka á vinnumarkaði í gær.

Samninganefndirnar fóru saman yfir yfirlýsinguna í kvöld. 

ASÍ mun láta reyna á það hvort vilji er hjá ríkisstjórninni til ákveðinna breytinga og vill afstaða til þess verði ljós fyrir stóran fund samninganefnda aðildarfélaga ASÍ sem boðaður er klukkan eitt á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert