Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir óhjákvæmilegt að minna bankakerfið, en því fylgi að störfum í fjármálaþjónustu fækki.
Ráðherrann sagði þetta í umræðum utan dagskrár á Alþingi um endurreisn fjármálakerfisins. Eygló Harðardóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, átti frumkvæði að umræðunni.
Árni Páll sagði að stærð bankakerfisins yrði að vera í samræmi við það sem heimili og fyrirtækin í landinu gætu staðið undir. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að bankakerfið væri of stórt. Hann sagðist aðspurður ekki vera tilbúinn til að standa að endurreisn sparisjóðakerfisins nema að fyrir lægi að sparisjóðir sem endurreistir yrðu ættu sér rekstargrundvöll.
Eygló tók undir það sjónarmið að bankarnir væru of stórir. Hann lagði hins vegar áherslu á að gæta þyrfti að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði. Viðskiptabankarnir þrír væru núna með 90% markaðshlutdeild.