Ný sprunga í Almannagjá

Almannagjá.
Almannagjá.

Í leysingum undanfarinna daga myndaðist lítil hola í göngustíginn í Kárastaðastíg efst í Almannagjá.  Þegar starfsmenn þjóðgarðsins skoðuðu hana og ætluðu að lagfæra kom djúp gjá í ljós undir henni sem teygir sig til suðurs undir göngustígnum. 

Fram kemur á vef Þingvallaþjóðgarðs, að gjáin er um 10-14 metra djúp  á miðjum göngustígnum niður í Almannagjá. Barmar sprungunnar eru lausir og erfitt að komast framhjá.

Í öryggisskyni hefur syðsta hluta Almannagjár verið lokað fyrir umferð ferðamanna meðan ákveðið verður hvernig brugðist verður við.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert