Rekstur Ölvisholts tryggður

Bjórframleiðsla í Ölvisholti.
Bjórframleiðsla í Ölvisholti. mbl.is/Helgi

Gengið hefur verið frá kaupum á rekstri og eignum Ölvisholt Brugghúss af þrotabúi. Félagið sem kaupir reksturinn heitir Eignarhaldsfélagið Flóinn ehf., að því er fram kemur á vef sunnlenska.is.

Fram kemur að Karl K. Karlsson, Eignarhaldsfélag Suðurlands, Jón E. Gunnlaugsson, Bjarni Einarsson og nokkrir minni fjárfestar standi að félaginu.

Segir að í fréttatilkynningu vegna viðskiptanna að rekstur hafi verið í lágmarki í brugghúsinu undanfarna mánuði eftir að rekstur félagsins hafi farið í þrot á síðasta ári og Landsbankinn yfirtekið rekstur þess eftir algjöran forsendubrest í kjölfar bankahrunsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert