Segir ríkisborgararétt ekki til sölu

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins í morg­un, að það sé al­mennt hans skoðun að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn eigi ekki að vera til sölu.

Það hafi einnig verið niðurstaða inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins þegar mál­efni er­lendra at­hafna­manna sem vilja fjár­festa hér á landi voru skoðuð.

Fram kom í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í gær­kvöldi, að hóp­ur ís­lenskra at­hafna­manna þrýsti á alls­herj­ar­nefnd Alþing­is að veita tíu fjár­sterk­um Kan­ada­bú­um og Banda­ríkja­mönn­um rík­is­borg­ara­rétt með und­anþágum. Þetta fólk vilji fjár­festa á Íslandi fyr­ir allt að 1700 millj­arða króna. 

Vef­ur Rík­is­út­varps­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert