Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins í morgun, að það sé almennt hans skoðun að ríkisborgararétturinn eigi ekki að vera til sölu.
Það hafi einnig verið niðurstaða innanríkisráðuneytisins þegar málefni erlendra athafnamanna sem vilja fjárfesta hér á landi voru skoðuð.
Fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, að hópur íslenskra athafnamanna þrýsti á allsherjarnefnd Alþingis að veita tíu fjársterkum Kanadabúum og Bandaríkjamönnum ríkisborgararétt með undanþágum. Þetta fólk vilji fjárfesta á Íslandi fyrir allt að 1700 milljarða króna.