Stýra fjársterkum sjóðum

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll

Nokkr­ir þeirra er­lendu auðmanna, sem vilja fjár­festa hér á landi gegn því að fá ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, stýra vog­un­ar- og fjár­fest­ing­ar­sjóðum.

Einn þeirra, Aaron Robert Thane Ritchie,  er stofn­andi og for­stjóri vog­un­ar­sjóðsins Ritchie Capital Mana­gement, sem fjár­fest­ir einkum á banda­rísk­um hluta­bréfa­markaði.

Ann­ar þeirra, Rod­ney Chadwick Muse, er einn af eig­end­um fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Navis Capital Partners, sem er sagt sér­hæfa sig í upp­kaup­um, end­ur­fjármögn­un og end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja. 

Fyr­ir­tækið fjár­fest­ir einkum í Ástr­al­íu og Asíu. Fyr­ir­tækið var stofnað 1998 og er með skrif­stof­ur í Kuala Lump­ur í Malas­íu.

Kanadíski lög­fræðing­ur­inn Dav­id Lesper­ance hef­ur komið fram fyr­ir hönd hóps­ins en hann sér­hæf­ir sig í að aðstoða auðmenn við að út­vega sér rík­is­borg­ara­rétt í mörg­um lönd­um, m.a. vegna skatta­hagræðis. 

Fram hef­ur komið, að ís­lend­ing­ar í fyr­ir­tæk­inu  Nort­hern Lig­hts Energy standi á bak við hug­mynd­ina um að út­lend­ing­arn­ir 10 sæki hér um rík­is­borg­ara­rétt. Að því fyr­ir­tæki standa Gísli Gísla­son, Sig­hvat­ur Lárus­son og Sturla Sig­hvats­son.

Nort­hern Lig­hts Energy komst ný­lega í frétt­ir eft­ir að það samdi við Li­berty Electric Cars í Oxford í Englandi um sölu á 150 raf­knún­um Range Rover jepp­um á Norður­lönd­um á næstu fjór­um árum. Samn­ing­ur­inn hljóðaði upp á 24 millj­ón­ir punda, nærri 4,5 millj­arða króna. 

Viðskipta­blaðið birti bréf sem fylgdi um­sókn tí­menn­ing­anna og nöfn þeirra 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert