Tjáðu sig lítið um tillögurnar

Upphaf fundar ráðherra og aðila vinnumarkaðar í Ráðherrabústaðnum í dag.
Upphaf fundar ráðherra og aðila vinnumarkaðar í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Golli

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vildu lítið tjá sig um þær tillögur, sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi í dag um aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. 

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að haldinn yrði fundur um málið í kvöld innan samtakanna. Hann upplýsti, að á fundinum með ráðherrum hefðu málefni sjávarútvegsins komið til umræðu. Einnig hefði verið rætt um framkvæmdir en vildi ekki upplýsa hvaða framkvæmdir það voru. 

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi heldur ekki tjá sig mikið um tillögurnar en sagði aðspurðu að hann yrði að vera bjartsýnn á að hægt yrði að ná þriggja ára kjarasamningi.

Forystumenn opinberra starfsmanna komu til fundar við stjórnvöld kl. 15 í Ráðherrabústaðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert