Umsóknirnar vekja ugg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að það setti að sér ugg að heyra að erlendir fjársterkir aðilar vildu fá að fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, spurði forsætisráðherra út í afstöðu hennar til málsins. Hann sagðist aldrei hafa fundið eins til með þessari þjóð og þegar hann horfði á Kastljósið í gærkvöldi þar sem fjallað var um umsóknina. Þetta væru menn sem hefðu fjárfest í vogunarsjóðum og orkuiðnaði. Hann minnti á að fyrir hrun hefðu menn haft hér uppi drauma um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Þá hefðu menn talað um að aflétta hér öllum hömlum. Þessi draumur hefði endað illa vegna þess að Alþingi hefði ekki verið á verði.

Jóhanna sagði að henni hefði ekki gefist tækifæri til að kynna sér málið og hún hefði ekki séð umfjöllun Kastljóss. Hún sagði að málið væri í höndum allsherjarnefndar sem hún treysti til að fara vel yfir málið. „Það er þannig að íslenska þjóðin þarf á erlendri fjárfestingu að halda til að byggja upp atvinnulífið, en okkur er auðvitað ekki sama hverjir eru að koma hér, sem eru með vafa sama fortíð og viðskipti við vogunarsjóði og fleira sem háttvirtur þingmaður nefnir. Við hljótum að vera á miklu varðbergi er þetta varðar. Það vekur upp áhyggur og grunsemdir að þeir skuli vera að koma hingað og sækja um ríkisborgararétt í þessu skyni.“

Viðskiptablaðið birti bréf sem fylgdi umsókn tímenninganna og nöfn þeirra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert