Umsóknirnar vekja ugg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði að það setti að sér ugg að heyra að er­lend­ir fjár­sterk­ir aðilar vildu fá að fjár­festa hér á landi gegn því að fá ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður VG, spurði for­sæt­is­ráðherra út í af­stöðu henn­ar til máls­ins. Hann sagðist aldrei hafa fundið eins til með þess­ari þjóð og þegar hann horfði á Kast­ljósið í gær­kvöldi þar sem fjallað var um um­sókn­ina. Þetta væru menn sem hefðu fjár­fest í vog­un­ar­sjóðum og orkuiðnaði. Hann minnti á að fyr­ir hrun hefðu menn haft hér uppi drauma um að gera Ísland að alþjóðlegri fjár­mála­miðstöð. Þá hefðu menn talað um að aflétta hér öll­um höml­um. Þessi draum­ur hefði endað illa vegna þess að Alþingi hefði ekki verið á verði.

Jó­hanna sagði að henni hefði ekki gef­ist tæki­færi til að kynna sér málið og hún hefði ekki séð um­fjöll­un Kast­ljóss. Hún sagði að málið væri í hönd­um alls­herj­ar­nefnd­ar sem hún treysti til að fara vel yfir málið. „Það er þannig að ís­lenska þjóðin þarf á er­lendri fjár­fest­ingu að halda til að byggja upp at­vinnu­lífið, en okk­ur er auðvitað ekki sama hverj­ir eru að koma hér, sem eru með vafa sama fortíð og viðskipti við vog­un­ar­sjóði og fleira sem hátt­virt­ur þingmaður nefn­ir. Við hljót­um að vera á miklu varðbergi er þetta varðar. Það vek­ur upp áhygg­ur og grun­semd­ir að þeir skuli vera að koma hingað og sækja um rík­is­borg­ara­rétt í þessu skyni.“

Viðskipta­blaðið birti bréf sem fylgdi um­sókn tí­menn­ing­anna og nöfn þeirra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert